Um Indígó

Indígó er íslensk ferðaskrifstofa sem einblínir á viðburðaferðir eins og útskriftarferðir, einstakar sérferðir fyrir hópa og fræðsluferðir fyrir kennarahópa.
Fyrirtækið sjáflt er hluti af stærri "fjölskyldu" sem kallast Ferðaland en við höfum starfað í ferðageiranum frá árinu 2001 og höfum skipulaggt ótal viðburði og ferðir út um allan heim á þeim tíma.
Við viljum meina að við séum "viðburðarfyrirtæki" en ekki sólarlandafyrirtæki en munurinn liggur í því að við hönnum upplifunarmiðaðar ferðir sem innihalda mun meira en aðeins flug og hótel. Indígó skapar minningar!

Hvernig vinnum við?

Við bjóðum uppá áfangastaði með beinu flugi, leiguflugi og tengiflugi. Hjá okkur er allur heimurinn í boði en við erum með okkar uppáhalds staði sem við þekkjum hvað best og mælum þá sérstaklega með. Við erum ótengd og óháð flugfélögum og reynum eingöngu að finna hentugustu og hagkvæmustu leiðirnar fyrir hvern hóp.
Staðsetningar, flug- og hótelval okkar byggist á því að veita kúnnanum það besta, ekki bara  það ódýrasta, frekar það sem gefur hópnum hvað mest fyrir peninginn og bestu upplifunina.
Við leggjum okkur fram við að vinna vel saman með okkar viðskiptavinum og sköpum þannig traust og virðingu sem skilar sér í frábærri ferð!

Sérhannaðar hópaferðir

Sérhannar hópaferðir eru ferðir fyrir vinahópa, fjölskyldur og aðra hópa til ýmissa áfangastaða út um allan heima og getur það verið undir ákveðnu þema eins og golfferð, stórafmælisferð, hjólaferð, siglingar, hlaupaferð eða matar, menningar og vínþemaferðir. Þetta eru ferðir sem eru sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig með þeirra áhugasvið og tíma í fyrirrúmi.

Sérferðir - Sætaferðir

Sú þjónusta sem Indígó býður uppá er meðal annars, skipulagðar sérferðir á framandi og skemmtilega staði þar sem oft er takmarkað sætapláss fyrir hvern hóp. Í þeim ferðum leggjum við mikið hugvit og metnað í að ná fram einhverju sérstöku á hverjum áfangastað. Þetta eru svokallaðar viðburðaferðir í slow-travel stíl þar sem hugsað er fyrir öllu.

Mennta-, fræðslu- & útskriftarferðir

Við höfum verið að skipuleggja útskriftarferðir fyrir framhalds- og háskólahópa í áraraðir og höfum farið með hópa út um allan heim til þess að fagna þessum merkilega áfanga. Eins og hefur komið fram erum við upplifunarmiðuð ferðaskrifstofa og sjáum því um alla skipulagningu þar á meðal afþreyingar, upplifanir, viðburði og svo að sjálfsögðu ferðalagið sjáflt.
Einnig aðstoðum við kennara, bæði grunnskóla og leikskóla við að skipuleggja og bóka ferðir til hinna ýmsu borga og landa í heiminum í svokallaðar mennta og fræðsluferðir.

Indígóarnir

Sunna

Sunna

Bókhald & fjármál

Andri Dagur

Andri Dagur

Sölustjóri

Bergur Leó

Bergur Leó

Markaðstjóri & kerfismál

Björgvin Helgi

Björgvin Helgi

Verkefnastjóri

Salka

Salka

Viðburðastjóri

Gunna Vala

Gunna Vala

Verkefnastjóri - Menntaferðir

Vel skipulögð leikskólaferð hjá Indígó, allt eins og það átti að vera og námskeiðin góð. Tíu af tíu frá mér.

Leikskólakennari, 2022

Blogg eftir okkur

2023. júní 07

Menntaskóla ferðir

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

414 1515

hallo@indigo.is

09:00 -17:00 alla virka daga

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.