Indígó er íslensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í viðburðaferðum – útskriftarferðum, sérsniðnum hópaferðum og fræðsluferðum fyrir kennarahópa. Við erum hluti af Ferðalandi, reynslumiklu ferðafyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 2001 og staðið að fjölda viðburða og ferða um allan heim.
Við lítum ekki á okkur sem hefðbundna sólarlandaskrifstofu, heldur sem viðburðarfyrirtæki. Ferðirnar okkar snúast um upplifun, samveru og minningar – þar sem hvert smáatriði er hannað til að gera ferðalagið einstakt. Það er nefnilega miklu meira í boði en bara flug og hótel – við sköpum heildstæða upplifun sem situr eftir.
Við bjóðum upp á fjölbreytta áfangastaði með beinu flugi, leiguflugi og tengiflugi. Heimurinn er galopinn hjá okkur, en við eigum okkar uppáhalds staði sem við þekkjum sérstaklega vel og hikum ekki við að mæla með!
Hvaða flugfélag notið þið?
Við erum ótengd og óháð flugfélögum og reynum eingöngu að finna hentugustu og hagkvæmustu leiðirnar fyrir hvern hóp.
Við leggjum okkur fram við að vinna vel saman með okkar viðskiptavinum og sköpum þannig traust og virðingu sem skilar sér í frábærri ferð!
Við höfum skipulagt útskriftarferðir fyrir framhalds- og háskólahópa í fjölda ára og fylgt þeim út um allan heim til að fagna þessum einstöku tímamótum. Sem upplifunarmiðuð ferðaskrifstofa sjáum við um alla skipulagningu – allt frá flugi og gistingu til afþreyingar, viðburða og sérstakra upplifana sem gera ferðina ógleymanlega.
Við aðstoðum einnig kennarahópa, bæði úr leik- og grunnskólum, við að skipuleggja fræðsluferðir til fjölbreyttra áfangastaða. Hvort sem markmiðið er menntun, innblástur eða samvera, finnum við réttu leiðina saman.
Sérhannar hópaferðir eru ferðir fyrir vinahópa, fjölskyldur og aðra hópa til ýmissa áfangastaða út um allan heima og getur það verið undir ákveðnu þema eins og golfferð, stórafmælisferð, hjólaferð, siglingar, hlaupaferð eða matar, menningar og vínþemaferðir. Þetta eru ferðir sem eru sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig með þeirra áhugasvið og tíma í fyrirrúmi.
Sú þjónusta sem Indígó býður uppá er meðal annars, skipulagðar sérferðir á framandi og skemmtilega staði þar sem oft er takmarkað sætapláss fyrir hvern hóp. Í þeim ferðum leggjum við mikið hugvit og metnað í að ná fram einhverju sérstöku á hverjum áfangastað. Þetta eru svokallaðar viðburðaferðir í slow-travel stíl þar sem hugsað er fyrir öllu.
Indígóarnir
Sölustjóri
Viðburðastjóri
Bókhald & fjármál
Markaðstjóri & kerfismál
Verkefnastjóri
Vel skipulögð leikskólaferð hjá Indígó, allt eins og það átti að vera og námskeiðin góð. Tíu af tíu frá mér.
Indígó planaði geggjaða útskriftarferð fyrir okkur til Costa Brava með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!
Frábær ferð í alla staði og Indígó var með afþreyingu á nánast hverjum einasta degi sem við í útskriftarferðinni gátum skráð okkur í!
2023. júní 07