Katalónía, Spánn
Besti tíminn: Maí - september
Ferðalengd: 7 - 10 dagar
Flugtími: 4 1/2 klst
Verðbil: Frá 189.000kr.-
Costa Brava er einn af okkar uppáhalds stöðum! Þarna mun engum leiðast en svæðið er stútfullt af afþreyingu og ekki skemmir hvað umhverfið er fallegt. Bærinn sem gist er í heitir Lloret de Mar og er fullur af ungu og hressu fólki sem vill skemmta sér.
Flestir Íslendingar þekkja Spán og vita hvað landið hefur upp á að bjóða; sól, strönd, gott verðlag og frábært næturlíf. Yfir 100 næturklúbbar og barir eru í bænum og ættu allir því að finna stað við sitt hæfi.
Eins og áður var nefnt er heill hellingur af afþreyingum á svæðinu. Þar má nefna Catamaran siglingu, Water world, Go-Cart, kayak & snorkl, Portaventura rússíbanagarðinn og margt fleira. Allt er þetta á svæðinu og flest í göngufjarlægð við hótelin. Þeir sem vilja nýta sólina og liggja í sólbaði er um nóg af fallegum ströndum að velja og einnig getur verið upplifun að ferðast í bæina í kring og fara á strendurnar þar.
Flogið er til Barcelona eða Girona og er það um klukkustunda keyrsla yfir á Lloret de Mar. Hótelin sem við bjóðum upp á eru á besta stað í bænum, nálægt ströndinni og næturlífinu. Í ferðinni er svo dagskrá með afþreyingum sem hægt er að skrá sig í fyrir ferðina og sjá fararstjórarnir á svæðinu til þess að allt gangi vel og að öllum líði sem best.
Við vorum að fá nýja kaffivél! Kíktu í heimsókn og byrjum að skipuleggja útskriftarferðina fyrir þinn hóp með góðum fyrirvara.