Framandi og öðruvísi
Besti tíminn: Maí - júní
Ferðalengd: 7 - 10 dagar
Flugtími: 5 1/2 beint flug
Verðbil: Frá 260.000kr.-
Marokkó er einn af þessum framandi áfangastöðum sem marga langar að upplifa. Marokkó er einstakur staður fyrir útskriftaferðir enda er margt spennandi að sjá, gera og upplifa. Hér er sandurinn mýkri og hitinn meiri án þess þó að þú finnir fyrir því, því það er ekki mikill raki í Marokkó.
Marokkó býður upp á einstaka afþreyingu til að mynda úlfaldaferðir, Hamam spa, Zip-line, loftbelgja-og fjórhjólaferðir. Hér eru líka flottir og áhugaverðir veitingastaðir í miklu úrvali og maturinn frábær og verðlagið gott. Menningin, fólkið og byggingarnar eru einnig stór partur af upplifuninni.
Í útskriftarferðunum okkar til Marokkó skiptum við ferðinni upp í 3 hluta. Við dveljum í strandabænum Agadir í nokkra daga sem er staðsett við ströndina. Þar er hægt að njóta strandarinnar og sjósins og t.d. fara á brimbretti og í siglingar. Svo liggur leiðin í Atlasfjöllin í Marokkóskar tjaldbúðir þar sem við höldum „Arabian nights“ partý. Úr tjaldbúðum er svo farið til borgarinnar Marrakech og þar gistum við á 5 stjörnu hóteli þar sem allt er innifalið og hótelið bíður upp á flottan veitingastað, nokkrar sundlaugar og bari.
Það er svo margt spennandi í boði! Sendu okkur fyrirspurn og við getum spjallað um möguleikana sem eru fyrir hendi fyrir ykkar hóp. Hlökkum til að heyra í ykkur.
Sjáðu sólarupprásina í loftbelg
Buggy í eyðimörkinni
Ekki fyrir snertifælna!
Lærðu að elda ekta marokkóskan mat
Ferðastu um eyðimörkina á kameldýri
Sjáðu sólarupprásina í loftbelg
Buggy í eyðimörkinni
Ekki fyrir snertifælna!
Lærðu að elda ekta marokkóskan mat
Ferðastu um eyðimörkina á kameldýri
Sjáðu sólarupprásina í loftbelg
Buggy í eyðimörkinni
Ekki fyrir snertifælna!
Lærðu að elda ekta marokkóskan mat