Paradís sem þú átt eftir að upplifa
Besti tíminn: Maí - Október
Ferðalengd: 7-14 dagar
Flugtími: 7klst (tengiflug)
Verðbil: Frá 260.000kr.- á mann
Kýpur hefur ríka sögu sem nær aftur um þúsundir ára og hefur verið á valdi margra menningarheima, þar á meðal Grikkja, Rómverja og Byzantína sem gerir landið sérlega sérstakt vegna þess hve margar þjóðir hafa sett sinn lit á það.
Í dag er Kýpur þekkt fyrir sitt sólríka veðurfar, dásamlegar strendur, sögulega staði og ekki síst matarmenninguna sem hefur smitast af grikkjum, ítölum og tyrkjum.
Þarna er sjórinn og strendurnar engu lík og það er skemmtilegt að snorkla í tærbláu hafinu og ekki ólíklegt að þú rekist á fallega fiska eða skjaldböku í leiðinni.
Staðurinn er tilvalinn fyrir útskriftarferðir en best er að komast þangað með tengiflugi þar sem stoppað er í Kaupmannahöfn, Póllandi eða Þýskalandi. Flogið er til Lacarna og þaðan tekið stutta rútu á hótelið.
Um er að ræða tvo mismunandi staði sem við mælum með. Meðal annars Aya Napa sem er með iðandi næturlíf og meiri "djammbær" með mikið af klúbbum, strandbörum og ungu fólki í leit að skemmtilegheitum.
Ef hópnum langar ekki að vera inn í miðjum djammbænum þá er einnig æðislegt að vera í fallegum bæ sem heitir Protaras sem er í aðeins 17 mínútna akstursfjarlægð frá Aya Napa. Protaras er umvafinn gullfallegum ströndum, meðal annars Fig Tree Bay sem var valin þriðja flottasta strönd í heimi og með stórum og flottum hótelum við strandlengjuna. Það er einnig fjörug "djammgata" í bænum en ef hópurinn er að leitast eftir meiru þá er það að finna í Aya Napa.
Húsin og hótelin á báðum stöðum eru mörg nýlega uppgerð og þjónustan í landinu er engu lík. Þarna sækir fólk frá Norðurlöndunum mikið í frí og afgreiðslufólkið er oft ungt fólk frá norðurlöndunum sem eru í sumarstarfi.
Það er einnig gríðarlega gott úrval af afþreyingum á staðnum, bæði sjóafþreyingum sem og skemmtigörðum eða annars konar upplifunum. Einnig er gaman að leigja sér fjórhjól eða buggy bíl og bruna um eyjuna (bara passa að það er vinstri umferð).
Við mælum hiklaust með Kýpur og getum lofað ykkur því að hún mun koma mikið á óvart!
Hafðu samband við okkur og smíðum saman ferð fyrir þinn hóp! Við hjálpum þér að skipuleggja allt sem við kemur ferðinni auk þess að kynna fyrir hópnum ef þess er óskað.